Pantanir og fyrirspurnir:
123 BYRJA!
Stafróf, orð, málsgreinar
40 síðna verkefnabók
UM BÓKINA:
Þessi líflega verkefnabók er ætluð nemendum
sem hafa lært stafina og eru tilbúnir til að vinna
með orð, æfa stafrófið og að mynda málsgreinar.
Bókinni er skipt upp í þrjá hluta: Í þeim fyrsta
er stafrófið æft, í öðrum hluta er unnið með orð
og orðaforða og í þeim þriðja eru æfingar er þjálfa fyrirmyndarmálsgreinar.
Í byrjun bókar er farið yfir þau atriði sem unnið
er með í köflunum þremur. Tilvalið er að fara yfir
atriðin í upphafi hvers kafla til að nemendur viti
hver tilgangur hans er. Í lok hvers kafla er
sjálfsmat fyrir nemendur að fylla út.
Verkefnabókin er ríkulega myndskreytt á
skemmtilegan hátt og prentuð í lit.
Verð: 1699kr.
Smelltu á bókina til
að skoða sýnishorn
Smelltu til að stækka
TILBOÐ Í BÓKSÖLUNNI: 1.490 kr.
Verkefnapakkar fyrir yngsta og miðstig fylgja bókinni.
Námsefni fylgir


Rosalingarnir
eftir Kristjönu Friðbjörnsdóttur
Myndir og kápa: Halldór Baldursson
105 bls.
13pt. letur - Gott línubil - Stuttir kaflar
Margar myndir
UM BÓKINA:
Sólberg7 dreymir um að vera rappari og gleymir að hlusta á það sem kennarinn segir, Melkorka Marsibil vill helst vera bæði syngjandi og dansandi og Artúr sér heiminn í myndum þegar bókstafirnir fara á flug.
Ekkert af þessu er vinsælt í skólanum og einn morguninn eru öll þrjú send beinustu leið í Hjálparhellinn. Þar er kominn nýr kennari - Herra Halli. Hann er ólíkur öllum kennurum sem krakkarnir hafa hitt.
Hann fer ótroðnar slóðir og nær að draga fram það besta í sínum nemendum. Verst að hann hverfur skömmu síðar eins og hann hafi hreinlega gufað upp. Þá eru góð ráð dýr. Artúr, Sólberg7 og Melkorka Marsibil leggja af stað í ævintýralega leit að hugsanlega besta kennara í heimi.




Góður dagur
Bókaflokkur
Höfundur: Auður Bára Ólafsdóttir
Myndir: Einar Bjarnason
Um 50 bls.
21pt. letur - Gott línubil - Stuttir kaflar
Mikið af myndum
UM BÆKURNAR:
Lesendur kynnast Heiðu sem veit ekkert skemmtilegra en að fara í berjamó. Fjölskylda hennar heimsækir frændfólk í sveitina og saman halda allir til berja. Að mörgu þarf að hyggja. Allir þurfa góðar fötur, þekkja muninn á bláberjum og krækiberjum og koma sér vel við kóngulærnar.
Grím dreymir um að læra að veiða. Á rigningardegi í júlí heldur fjölskyldan upp að Elliðavatni með fjórar veiðistangir, spúna, ormafötu og nesti. Mamma og pabbi kenna strákunum sínum handtökin en sumir hafa
meira úthald í veiðina en aðrir.
Andrea býr á hestabýlinu Skeifu í Skagafirði. Hún unir sér hvergi betur en í hesthúsinu við að kemba.
Á fallegum vordegi ákveður fjölskyldan að skreppa í útreiðartúr með góðum gestum.
Námsefni fylgir
Verð: 890 kr.
Verð: 890 kr.
Verð: 890 kr.