Verkefnapakkar til útprentunar
fyrir yngsta og miðstig fylgja bókinni.
Námsefni fylgir:
Rosalingarnir
eftir Kristjönu Friðbjörnsdóttur
Myndir og kápa: Halldór Baldursson
105 bls.
13pt. letur - Gott línubil - Stuttir kaflar
Margar myndir
UM BÓKINA:
Sólberg7 dreymir um að vera rappari og gleymir að hlusta á það sem kennarinn segir, Melkorka Marsibil vill helst vera bæði syngjandi og dansandi og Artúr sér heiminn í myndum þegar bókstafirnir fara á flug.
Ekkert af þessu er vinsælt í skólanum og einn morguninn eru öll þrjú send beinustu leið í Hjálparhellinn. Þar er kominn nýr kennari - Herra Halli. Hann er ólíkur öllum kennurum sem krakkarnir hafa hitt.
Hann fer ótroðnar slóðir og nær að draga fram það besta í sínum nemendum. Verst að hann hverfur skömmu síðar eins og hann hafi hreinlega gufað upp. Þá eru góð ráð dýr. Artúr, Sólberg7 og Melkorka Marsibil leggja af stað í ævintýralega leit að hugsanlega besta kennara í heimi.
Verð: 1790kr.